Fjöldi starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi voru 35.233 í júní 2023 sem er 11% aukning samanborið við júní 2022. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2022 til júní 2023 störfuðu að jafnaði um 30.908 í einkennandi greinum ferðaþjónustu samanborið við 25.665 fyrir sama tímabil ári fyrr.
Þetta kemur fram í umfjöllun Hagstofunnar.
Þá segir að gistinætur á hótelum í júní 2023 hafi verið 510.698 samanborið við 495.477 í júní 2022. Gistinætur erlendra gesta hafi verið 419.213 í júní eða 4% fleiri en á sama tíma árið áður. Gistinætur Íslendinga voru 91.485 sem er svipaður fjöldi (+/-0%) og í fyrra.
Í júlí voru 345.917 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 299.473 í júlí 2022. Brottfarir farþega með erlent ríkisfang voru 275.291 samanborið við 234.189 í júlí í fyrra, að því er Hagstofan greinir frá.