Costco sektað vegna olíulekans

Meira en 111 þúsund lítrar af dísilolíu láku frá bensínstöð …
Meira en 111 þúsund lítrar af dísilolíu láku frá bensínstöð Costco í desember á síðasta ári. Umhverfisstofnun hefur nú sektað fyrirtækið vegna brota á ákvæðum um mengunarvarnir. mbl.is/Árni Sæberg

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að leggja stjórnvaldssekt á Costco Wholesale Iceland vegna brota á ákvæðum um mengunarvarnir.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar.

Brotin leiddu til þess að 111 þúsund lítrar af dísilolíu fóru í gegnum fráveitukerfi Hafnarfjarðarbæjar út í sjó. 

Nemur stjórnvaldssektin 20 milljónum króna. 

Umhverfisstofnun telur að verulega hafi skort á frumkvæði, vöktun og viðbragð af hálfu Costco vegna ofangreinds olíuleka. Í ljósi alvarleika brotsins og skorti á árvekni ákvað Umhverfisstofnun því að leggja á fyrrgreinda stjórnvaldssekt.

Mengunarslysið varð í desember á síðasta ári, en olían lak um nokkurra vikna skeið um lagnakerfið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert