Innkalla Carbonara kjúklingapasta

Hér má sjá mynd af vörunni sem um ræðir.
Hér má sjá mynd af vörunni sem um ræðir. Ljósmynd/Aðsend

Álfasaga ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Carbonara kjúklingapasta.

Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirlitinu segir að ástæða innköllunar sé röng innihaldslýsing og ómerktir ofnæmisvaldar, sem eru egg og sellerí.

Þeir sem eru með ofnæmi fyrir framangreindum matvælum gætu því fengið ofnæmisviðbrögð.

Vörunni skal skilað í þá verslun þar sem hún var keypt, eða fargað.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Núll Ves

Vöruheiti: Carbonara kjúklingapasta

Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 17.09.2023

Strikamerki: 5694311276961

Nettómagn: 430 g

Framleiðandi: Álfasaga ehf.

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Álfasaga, Bæjarflöt 2, 112 Reykjavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert