„Óhjákvæmilegt að virkja meira“

„Ég ætla ekkert að vera að tala í kringum þetta. Já, ég held að það sé algjörlega óhjákvæmilegt að virkja meira. Okkur vantar meiri endurnýjanlega orku,“ segir Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, í nýjasta þætti Dagmála. 

Hún tekur fram að ekki sé þó útilokað að vernda náttúruna á sama tíma. 

„Þetta þýðir ekki að við þurfum að botnvirkja Ísland í drasl. Ég held að við þurfum líka að leggja áherslu á að forgangsraða orkunni, sjá hvert orkan er að fara og nýta hana vel, eins og til dæmis með því að setja löggjöf á fót um orkunýtni.“

Lenya er gestur Hólmfríðar Maríu Ragnhildardóttur í Dagmálum í dag en þau eru í heild sinni aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins í mynd og sem hlaðvarp. Einnig er hægt að kaupa vikupassa að stafrænni áskrift blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert