Óli Björn hættur sem þingflokksformaður

Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Óli Björn Kárason, fyrrverandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hallur

Óli Björn Kárason er hættur sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta var ákveðið á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í dag.

Hildur Sverrisdóttir var í hans stað kjörin nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Óli óskaði eftir því að fá að víkja úr sæti formanns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina