Sala heimaprófa eykst um 200%

Ólöf segir að salan á heimaprófum sýni að líklega sé …
Ólöf segir að salan á heimaprófum sýni að líklega sé veiran í sókn. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við fundum strax mikla aukningu í sölu á covid-heimaprófum í annarri vikunni í ágúst og samanborið við júlímánuð er alveg 200% aukning í sölunni,“ segir Ólöf Helga Gunnarsdóttir vörustjóri Lyfju.

Hún segir að salan sé ekki jafnmikil samt og þegar verst lét í faraldrinum en salan á heimaprófum sýni að líklega sé veiran í sókn.

Væg einkenni hjá flestum

„Við erum búin að vera að bólusetja fyrir covid á heilsugæslustöðvunum allan tímann og líka uppi í Mjódd, og það eru helst þessir viðkvæmu hópar sem hafa komið, eins og eldra fólk og þeir sem hafa undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

„Ég hef grun um að fleiri séu að smitast núna en sem betur fer eru einkenni væg hjá flestum, sérstaklega þeim sem eru yngri.“

Meira í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Loka