Alvarlegt umferðarslys

Frá viðbúnaði lögreglu og slökkviliðs við Lækjargötu. Óhappið varð um …
Frá viðbúnaði lögreglu og slökkviliðs við Lækjargötu. Óhappið varð um klukkan 25 mínútur yfir eitt. mbl.is/Eyþór

Alvarlegt umferðarslys varð á mótum Lækjargötu og Vonarstrætis í Reykjavík skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag.

Viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi, en lokað er fyrir umferð við slysstaðinn og í næsta nágrenni hans.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu, að því er lögreglan greinir frá í tilkynningu. 

Uppfært klukkan 15.12:

Vinnu viðbragðsaðila á svæðinu er lokið og hefur lokun verið aflétt. 

Lögregla getur ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

mbl.is