Sagaði í handlegginn á sér með borðsög

Maður slasaðist við smíðavinnu.
Maður slasaðist við smíðavinnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnuslys varð á Suðurlandi í dag þegar maður slasaðist við smíðavinnu í sumarbústaðarlandi sem staðsett er í landi Minna-Hofs.

Maðurinn var að saga með borðsög á tíunda tímanum í morgun þegar hann sagaði í upphandlegginn á sér, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi.

Mikil blæðing var frá sárinu og var maðurinn því fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert