Farangur Magnúsar hugsanlega enn á flugvellinum

Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar síðan 10. september.
Ekkert hefur spurst til Magnúsar Kristins Magnússonar síðan 10. september. Ljósmynd/Facebook

Hugsanlegt er að farangur Magnúsar Kristins Magnússonar, Íslendings sem leitað er í Dóminíska lýðveldinu, sé staðsettur á flugvellinum þar. Leit að Magnúsi hefur ekki borið árangur enn sem komið er, að sögn Rannveigar Karlsdóttur systur hans.

„Margir hafa lýst sig reiðubúna til að aðstoða okkur,“ segir hún, sem sé fjölskyldunni og vandamönnum mikils virði. Stór hópur æskuvina Magnúsar hefur tekið sig saman í að leggja leitinni lið í dag og nótt að hennar sögn.

Óljósar fregnir borist

Fjölskyldunni hafa borist óljósar fregnir af því hvað Magnús hafi haft fyrir stafni áður en ekkert spurðist til hans. Merki séu um hreyfingu á samfélagsmiðli hans þann 12. september síðastliðinn. Þá virðist hann hafa tekið leigubíl á flugvöllinn og verið seinn en þó sé ekkert staðfest í þeim efnum.  

Magnús Krist­inn er fædd­ur árið 1987, um það bil 185 sentí­metr­ar á hæð, grann- og íþrótta­manns­lega vax­inn. Hann er með grá­blá augu, dökk­hærður, mjög snögg­klippt­ur og með dökka skeg­grót.

Þeim, sem kunna að hafa upp­lýs­ing­ar um ferðir Magnús­ar, er bent á að hafa sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu í síma 444-1000 eða við syst­ur Magnús­ar, Rann­veigu Karls­dótt­ur, í síma 660-4313.

mbl.is