Heimilað að rífa Íslandsbankahús

Íslandsbankahúsið hefur látið verulega á sjá síðustu árin.
Íslandsbankahúsið hefur látið verulega á sjá síðustu árin. mbl.is/Hákon

Byggingafulltrúi Reykjavíkur hefur veitt leyfi til að rífa Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi 2. Það var sem kunnugt er dæmt ónýtt vegna myglu.

Á fundi byggingafulltrúa hinn 12. september sl. var tekin til afreiðslu ósk um niðurrif á húsinu, sem er 6.916 fermetrar að stærð.

Erindið var samþykkt en samþykki heilbrigðiseftirlits áskilið sem og lokaúttekt byggingafulltrúa. Tekið er fram í bókun að erindinu hafi fylgt yfirlit yfir flokkun framkvæmdaúrgangs. Þegar embættismenn fjölluðu um ósk um niðurrif á fyrri stigum var meðal annars tekið fram að slíkt yfirlit vantaði. Kirkjusandur 2 er hús af þeirri stærðargráðu að gífurlegt magn efna fylgir niðurrifinu og því þarf að farga.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: