Lítill áhugi meirihlutans á starfsemi Salarins

Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins í Kópavogi.
Aino Freyja Jarvela, forstöðumaður Salarins í Kópavogi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aino Freyja Järvelä kveður starf sitt sem forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hún segir meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sýna lítinn skilning og áhuga á starfsemi Salarins.

Hún telur áherslur bæjarins í menningarmálum hafa breyst eftir að nýtt fólk kom til starfa í meirihluta bæjarstjórnar. „Mér hefur alltaf þótt betra ef fólk ræðir hlutina opinskátt og ber virðingu fyrir skoðanaskiptum. Mér finnst slík vinnubrögð ekki viðhöfð núna, því miður.

Það eru uppi hugmyndir meðal meirihlutans um að stofna starfshóp til að skoða fýsileika útvistunar, þannig að Salurinn yrði ekki rekinn af bænum, heldur af einkaaðilum. Ég held að það yrði tónlistinni ekki til framdráttar,“ segir Aino Freyja og bætir við: „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu.“

Aino Freyja mun senn taka við starfi verkefnastjóra tónlistar- og listfræðslu hjá Reykjavíkurborg.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina