Viktor Pétur Finnsson, viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna á sambandsþingi SUS sem haldið var um helgina og tekur við af Lísbet Sigurðardóttur, fráfarandi formanni SUS.
Steinar Ingi Kolbeins, aðstoðarmaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, var endurkjörin í embætti 1. varaformanns og Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærum orkuvísindum var kjörin í embætti 2. varaformanns Sambandsins.
Ekkert annað framboð var í formennsku SUS en ásamt Viktori, Steinari og Gunnlaugu voru 39 aðrir einstaklingar með þeim í framboði til stjórnar. Í tilkynningu frá framboðinu kom fram að þau hyggist leggja sérstaka áherslu á að endurvekja félög ungra Sjálfstæðismanna sem hafa legið í dvala undanfarin ár víða um land og jafnframt auka þáttöku ungs fólks í starfi Sjálfstæðisflokksins.
Til vinstri á myndinni er Steinar Ingi Kolbeins, fyrir miðju er Viktor Pétur og hægra megin er Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir.
Ljósmynd/Aðsend
Framboðið í heild sinni
Hér fyrir neðan má lesa nöfn þeirra sem buðu sig fram til stjórnar SUS ásamt Viktori, Steinari og Gunnlaugu:
- Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir
- Embla Kristín BlöndalÁsgeirsdóttir
- Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir
- Sindri Már Smárason
- Björn Gunnar Jónsson
- Daníel Hjörvar Guðmundsson
- Eyrún Reynisdóttir
- Kristinn Jökull Kristinsson
- Selma Guðjónsdóttir
- Kristófer Már Maronsson
- Steinar Ingi Kolbeins
- Garðar Árni Garðarsson
- Arent Orri Jónsson
- Magnús Benediktsson
- Sonja Dís JohnsonGuðlaugsdóttir
- Júlíus Viggó Ólafsson
- Jón Birgir Eiríksson
- Eymar Jansen
- Jens Ingi Andrésson
- Victor Snær Sigurðarson
- Lovísa Ólafsdóttir
- Birta Karen Tryggvadóttir
- Snædís Edwald
- Bryndís Bjarnadóttir
- Salka Sigmarsdóttir
- Dóra Tómasdóttir
- Hermann Nökkvi Gunnarsson
- Sveinn Ægir Birgisson
- Logi Þór Ágústsson
- Ingveldur Anna Sigurðardóttir
- Ragnar Óskarsson
- Guðni Kjartansson
- Kristín AmyDyer
- Einar Freyr Bergsson
- Ragnar Bjarni ZoëgaHreiðarsson
- Franklín Ernir Kristjánsson
- Halldór Lárusson
- Helga Björg Loftsdóttir
- Birkir Örn Þorsteinsson
- Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann
- Inga Þóra Pálsdóttir
- Viktor Pétur Finnsson