Viktor Pétur nýr formaður SUS

Viktor Pétur Finnsson, fyrir miðju, er nú formaður SUS.
Viktor Pétur Finnsson, fyrir miðju, er nú formaður SUS. mbl.is/Aðsend

Vikt­or Pét­ur Finns­son, viðskipta­fræðinemi við Há­skóla Íslands, var kjörinn formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna á sambandsþingi SUS sem haldið var um helgina og tekur við af Lísbet Sigurðardóttur, fráfarandi formanni SUS.

Stein­ar Ingi Kol­beins, aðstoðarmaður um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra, var end­ur­kjörin í embætti 1. vara­for­manns og Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir, sér­fræðing­ur í sjálf­bær­um orku­vís­ind­um var kjörin í embætti 2. vara­for­manns Sam­bands­ins. 

Ekkert annað framboð var í formennsku SUS en ásamt Viktori, Steinari og Gunnlaugu voru 39 aðrir einstaklingar með þeim í framboði til stjórnar. Í tilkynningu frá framboðinu kom fram að þau hyggist leggja sérstaka áherslu á að endurvekja félög ungra Sjálfstæðismanna sem hafa legið í dvala undanfarin ár víða um land og jafnframt auka þáttöku ungs fólks í starfi Sjálfstæðisflokksins.

Til vinstri á myndinni er Steinar Ingi Kolbeins, fyrir miðju …
Til vinstri á myndinni er Steinar Ingi Kolbeins, fyrir miðju er Viktor Pétur og hægra megin er Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Fram­boðið í heild sinni

Hér fyrir neðan má lesa nöfn þeirra sem buðu sig fram til stjórn­ar SUS ásamt Vikt­ori, Stein­ari og Gunn­laugu:

  • Gunn­laug Helga Ásgeirs­dótt­ir 
  • Embla Krist­ín Blön­dalÁsgeirs­dótt­ir    
  • Hulda Dröfn Svein­björns­dótt­ir
  • Sindri Már Smára­son  
  • Björn Gunn­ar Jóns­son
  • Daní­el Hjörv­ar Guðmunds­son
  • Eyrún Reyn­is­dótt­ir      
  • Krist­inn Jök­ull Krist­ins­son      
  • Selma Guðjóns­dótt­ir   
  • Kristó­fer Már Mar­ons­son        
  • Stein­ar Ingi Kol­beins  
  • Garðar Árni Garðars­son          
  • Ar­ent Orri Jóns­son      
  • Magnús Bene­dikts­son 
  • Sonja Dís John­sonGuðlaugs­dótt­ir      
  • Júlí­us Viggó Ólafs­son 
  • Jón Birg­ir Ei­ríks­son    
  • Eym­ar Jan­sen
  • Jens Ingi Andrés­son    
  • Victor Snær Sig­urðar­son         
  • Lovísa Ólafs­dótt­ir       
  • Birta Kar­en Tryggva­dótt­ir   
  • Snæ­dís Edwald
  • Bryn­dís Bjarna­dótt­ir   
  • Salka Sig­mars­dótt­ir     
  • Dóra Tóm­as­dótt­ir        
  • Her­mann Nökkvi Gunn­ars­son
  • Sveinn Ægir Birg­is­son 
  • Logi Þór Ágústs­son     
  • Ing­veld­ur Anna Sig­urðardótt­ir
  • Ragn­ar Óskars­son       
  • Guðni Kjart­ans­son      
  • Krist­ín AmyDyer       
  • Ein­ar Freyr Bergs­son  
  • Ragn­ar Bjarni ZoëgaHreiðars­son       
  • Frank­lín Ern­ir Kristjáns­son     
  • Hall­dór Lárus­son        
  • Helga Björg Lofts­dótt­ir           
  • Birk­ir Örn Þor­steins­son           
  • Katrín Sig­ríður Þor­steins­dótt­ir Bachmann           
  • Inga Þóra Páls­dótt­ir     
  • Vikt­or Pét­ur Finns­son
mbl.is