Ákærður fyrir brot gegn þremur stúlkum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum.
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur manninum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2021 og 2022. Allar voru þær ólögráða þegar brotin áttu sér stað.

Er hann ákærður fyrir að hafa áreitt fyrstu stúlkuna með því kysst hana, snert og nuddað kynfærasvæði hennar utanklæða. Spurði hann stúlkuna næst um hvort þau ættu að gera „þetta“. Átti umrætt brot sér stað í janúar 2021.

Í tengslum við brot gegn seinni tveimur stúlkunum er maðurinn ákærður fyrir að áreitt þær sama dag í júní árið 2022. Er hann sagður hafa gripið um rass fyrri stúlkunnar en um kynfærasvæði þeirrar seinni.

Forráðamaður fyrstu stúlkunnar fer fram á að henni verði greiddar 3 milljónir í miskabætur, auk þess sem saksóknari fer fram á manninum verði gerð refsing. Málið var þingfest fyrr í mánuðinum.

mbl.is