Bið eftir orlofshúsum í Hálöndum

Tvö glæsileg hótelhús hafa verið tekin í notkun í Hálöndum, …
Tvö glæsileg hótelhús hafa verið tekin í notkun í Hálöndum, sem rekin eru undir nafninu Hótel Hálönd. Mbl.is/Þorgeir Baldursson

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið í gangi á svæðinu við Hálönd ofan Ak­ur­eyr­ar und­an­far­inn rúm­an ára­tug. Svæðið er í landi Hlíðar­enda við ræt­ur Hlíðarfjalls. Fé­lagið SS-Bygg­ir hef­ur reist þar or­lofs­hús og nú ný­lega bætt­ust tvö hót­el­hús við. Hótel Hálönd sjá um hótelreksturinn.

Helgi Örn Eyþórs­son, verk­efna­stjóri hjá SS-Byggi, seg­ir að alls séu nú 76 full­bú­in hús sem búið sé að af­henda og fimm eru í bygg­ingu, einnig seld og verða af­hent kaup­end­um á kom­andi vetri, þannig að í allt er þetta 81 hús.

„Það er biðlisti eft­ir or­lofs­hús­um í Hálönd­um. Fyr­ir­tækið get­ur byggt um það bil 30 hús til viðbót­ar á því landi sem er í eigu þess á svæðinu,“ seg­ir hann og ger­ir ekki ráð fyr­ir öðru en að sú verði raun­in. Þannig verða hús­in á svæðinu yfir 100 í allt.

Í Hálönd­um hef­ur fyr­ir­tækið einnig byggt tvö glæsi­leg hót­el­hús með sam­tals 54 her­bergj­um. Þau eru kom­in í full­an rekst­ur hjá Hótel Hálöndum og bók­un­arstaða er góð. Her­berg­in eru fal­lega inn­réttuð og við hvert þeirra eru sval­ir eða sólpall­ur. Í kjall­ara er aðstaða fyr­ir skíði og reiðhjól, þurrk­skáp­ar og þvottaaðstaða fyr­ir þá gesti sem stunda úti­vist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: