Lýsa yfir óvissustigi – hættustig í kvöld

Úrkomuspáin á landinu kl. 7 í fyrramálið.
Úrkomuspáin á landinu kl. 7 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. 

Talsverð eða mikil rigning er í kortunum. Hætta er á auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem og líkur á flóðum og skriðuföllum, sem geta raskað samgöngum, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum. 

Aukið álag getur orðið á fráveitukerfi og er fólk hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón. Frá klukkan 18 verður farið á hættustig almannavarna og verður samhæfingarstöð almannavarna virkjuð samhliða því, segir jafnframt. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is