Mikilli rigningu spáð

Mikil rigning getur orðið á Austfjörðum en þar tekur í …
Mikil rigning getur orðið á Austfjörðum en þar tekur í gildi gul veðurviðvörun klukkan 9 og verður í gildi til miðnættis á þriðjudag. mbl.is/RAX

Vaxandi norðaustanátt verður síðdegis í dag, 10-18 m/s og fylgir talsverð rigning á Norður- og Austurlandi. Mikil rigning getur orðið á Austfjörðum en þar tekur gildi gul veðurviðvörun klukkan 9 og verður í gildi til miðnættis á þriðjudag.

Vindur verður hægari suðvestanlands og verður þar bjart veður, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Útlit er fyrir hvassa norðaustanátt með rigningu á morgun. Austan til má gera ráð fyrir talsverðri eða mikilli úrkomu. Á Suðvestur- og Vesturlandi styttir væntanlega upp eftir hádegi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is