Nokkurra bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að útkall hafi borist vegn áreksturs …
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að útkall hafi borist vegn áreksturs í Ártúnsbrekku en gat ekki staðfest umfangið að öðru leyti en að það væru nokkrir bílar sem hafi rekist saman með einhverjum hætti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkurra bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt sjónarvotti sem mbl.is ræddi við gengur umferð hægt.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að útkall hafi borist vegn áreksturs í Ártúnsbrekku en gat ekki staðfest umfangið að öðru leyti en að það væru nokkrir bílar sem hafi rekist saman með einhverjum hætti.

Enn er verið að safna upplýsingum en ekki talið líklegt að meiðsl hafi orðið á fólki.

mbl.is