Sigríður til starfa hjá Hveragerðisbæ

Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju frá árinu 2018.
Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju frá árinu 2018. mbl.is/Unnur Karen

Sigríður Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin menningar-, atvinnu- og markaðsfulltrúi hjá Hveragerðisbæ.

Alls bárust 26 umsóknir um starfið en 23 umsóknir voru metnar þar sem þrjár umsóknir voru dregnar til baka.

Sigríður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju frá árinu 2018 en þar áður var hún menningar- og markaðsfulltrúi Grundafjarðarbæjar.

Þá hefur Sigríður einnig starfað sem þýðandi, stundakennari í Háskóla Íslands, blaðamaður, fréttastjóri, æskulýðsfulltrúi og ráðgjafi á sviði samskipta, viðburðastjórnunar og almannatengsla.

Bæjarstjórn samþykkti ráðningu Sigríðar á fundi sínum á fimmtudag.

mbl.is