Skjálftahrina í grennd við Grindavík

Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist við fjallið Þorbjörn í morgun.
Jarðskjálfti af stærðinni 2,7 mældist við fjallið Þorbjörn í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir jarðskjálftar stærri en 2 mældust í morgun í grennd við Grindavík, skammt frá fjallinu Þorbirni. Annar þeirra mældist 2,7 að stærð klukkan 8.16 og hinn mældist 2,2 að stærð klukkan 8.30.

Veðurstofu Íslands hefur ekki borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist í byggð, að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur náttúruvársérfræðings.

„Það er einhver lítil hrina í gangi þarna. Þetta er hluti af þessum jarðhræringum sem eru í gangi á Reykjanesskaga og hafa verið undanfarið,“ segir Sigríður Magnea.

mbl.is