Slitinn strengur hjá Mílu á Suðurlandi

Strengurinn slitnaði á milli Kirkjubæjarklausturs og Fagurhólsmýrara á Suðurlandi. Mynd …
Strengurinn slitnaði á milli Kirkjubæjarklausturs og Fagurhólsmýrara á Suðurlandi. Mynd úr safni.

Ljósleiðarastrengur Mílu á Suðurlandi, milli Kirkjubæjarklausturs og Fagurhólsmýrar, slitnaði fyrr í dag og hefur það áhrif bæði á netsamband og farsímaþjónustu á svæðinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Sigurrós Jónsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra hjá Mílu, hefur slitið verið staðsett og er vinnuhópur á vegum fyrirtækisins á leiðinni á staðinn til að hefja viðgerðir.

Hún segir ekki ljóst hvað kom fyrir, en að oft megi rekja slit sem þessi til jarðvinnu á svæðinu.

Hún segir jafnframt að einhverjar truflanir séu á net- og farsímasambandi á svæðinu, en að hringtenging ljósleiðara Mílu ætti að verða til þess að truflunin verði sem minnst.

mbl.is