Taldi ekki fram 53 milljóna tekjur frá eigin fyrirtæki

Maðurinn er ákærður af embætti héraðssaksóknara.
Maðurinn er ákærður af embætti héraðssaksóknara. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa ekki staðið skil á efnislega réttum skattaframtölum á árunum 2017 til 2019 og þannig komist hjá því að greiða skatta af tekjum upp á 53 milljónir. Nema áætluð brot mannsins samtals 23,8 milljónum.

Þetta má lesa úr ákæru embættis héraðssaksóknara á hendur manninum, en mál hans var þingfest fyrr í dag.

Vanframtöldu launin komu frá fyrirtæki í hans eigu og námu tekjuárið 2016 samtals 12,5 milljónum, tekjuárið 2017 samtals 21,8 milljónum og tekjuárið 2018 18,5 milljónum.

mbl.is