Tekinn með fíkniefni á veitingastað á Ísafirði

Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á Vestfjörðum hafði afskipti af manni á veitingastað á Ísafirði aðfararnótt laugardags. Maðurinn reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum og við nánari skoðun fannst meira magn fíkniefna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluninni.

„Miðað við hátterni mannsins og efnismagnið sem lögreglan lagði hald á má ætla að efnin hafi átt að fara í dreifingu. Lögreglan þiggur allar ábendingar um fíkniefnameðhöndlun af hverju tagi. Þeim má koma til skila með beinu samtali við næsta lögreglumann. Einnig er hægt að hringja inn upplýsingar í síma 8005005. Fullri nafnleynd er heitið,“ segir lögreglan. 

mbl.is