Ákærður fyrir að hafa ekki gefið upp 76,4 milljóna tekjur

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært rúmlega fertugan karlmann fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum með því að hafa á árunum 2017-2019 vanframtalið tekjur sínar um 76,4 milljónir og þannig komist hjá því að greiða 31,8 milljónir í skatta.

Í ákæru málsins kemur fram að maðurinn hafi vanframtalið tekjur sínar árið 2017 upp á 19,2 milljónir, árið 2018 upp á 27,7 milljónir og árið 2019 upp á 29,5 milljónir.

Krefst saksóknari þess að maðurinn verðir dæmdur til refsingar fyrir brot sín.

mbl.is