Flugfarþegar unnu mál gegn Vueling

Farþegar sem kvörtuðu yfir seinkuninni fóru fram á staðlaðar skaðabætur …
Farþegar sem kvörtuðu yfir seinkuninni fóru fram á staðlaðar skaðabætur og úrskurðaði Samgöngustofa farþegunum í hag. AFP/Robin Utrecht

Mikil seinkun á flugi spænska lággjaldaflugfélagsins Vueling frá Keflavík í ágúst í fyrra gæti átt eftir að kosta félagið skildinginn.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Farþegar sem kvörtuðu undan seinkuninni fóru fram á staðlaðar skaðabætur og úrskurðaði Samgöngustofa farþegunum í hag. Stöðluðu skaðabæturnar til þeirra sem kvarta eru 400 evrur eða um 58 þúsund krónur.

Flugfarþegar sem verða fyrir þriggja tíma seinkun á flugi eða meira eiga rétt á bótum nema flugrekandi geti sýnt fram á að töfin hafi verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra.

Ekkert að veðri

Í þessu tilfelli seinkaði flugi Vueling til Barcelona um fimmtán klukkustundir. Í vörn flugfélagsins kom fram að slæm veðurskilyrði hefðu valdið seinkuninni.

Var það borið undir sérfræðing hjá flugrekstrardeild Samgöngustofu sem kannaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að „ekkert hafi verið að veðri“ í Keflavík á áætluðum brottfarartíma 20. ágúst 2022.

Úrskurður Samgöngustofu studdist við mat sérfræðingsins en margir lögðu inn kvörtun vegna atviksins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: