Húsbíll fauk út af veginum

Talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem fauk út af hringveginum …
Talsverðar skemmdir urðu á bílnum sem fauk út af hringveginum við Kollafjörð. mbl.is/Klara Ósk

Húsbíll fauk út af hringveginum í Kollafirði fyrir stundu, en snarpar vindhviður eru á svæðinu. Umtalsverður viðbúnaður slökkviliðsins var á svæðinu þegar tilkynning barst um að bíllinn hefði hafnað utan vegar síðdegis í dag. 

Engin alvarleg slys urðu á þeim sem í bílnum voru og var fólkið flutt til skoðunar í sjúkrabíl, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Björgunarsveitin og Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinna nú á vettvangi slyssins.
Björgunarsveitin og Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinna nú á vettvangi slyssins. mbl.is/Klara Ósk

Fleiri bílar fokið 

Skammt frá Kollafirði mátti sjá annan húsbíl sem fokið hafði á hliðina í hvassviðrinu í dag á Kjalarnesi og hefur Björgunarsveitin Kjölur hvatt vegfarendur til þess að fara varlega. 

Björgunarsveitin Kjölur hefur hvatt vegfarendur til að fara varlega í …
Björgunarsveitin Kjölur hefur hvatt vegfarendur til að fara varlega í umferðinni við Kjalarnes þar sem mikill vindur er á svæðinu. mbl.is/Klara Ósk
mbl.is