Krumma bjargað

Hrafninn var spakur á meðan verið var að losa hann …
Hrafninn var spakur á meðan verið var að losa hann úr netinu. Ljósmynd/Sigríður Ósk Indriðadóttir

Það var mikið happ fyrir krumma að systkinin frá Miðfjarðarnesi á Langanesströnd ákváðu að fara í gönguferð í fjöruna neðan við bæinn því þar gengu þau fram á hrafn fastan í netadræsu.

Þau hófust handa við að losa rammflækta fætur hans úr netinu og var krummi hinn rólegasti á meðan enda hefur hrafninn jafnan verið talinn gáfaður fugl. Hann varð frelsinu feginn og flaug hinn sprækasti í burtu og virtist ekkert ama að honum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: