Stakk mann tvisvar á bílastæði við Unufell

Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manninum fyrir …
Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur manninum fyrir tilraun til manndráps. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir tilraun til manndráps með því að hafa í mars árið 2021 stungið karlmann á þrítugsaldri tvisvar sinnum með hníf í brjósthol á bílastæði við Unufell í Breiðholti.

Samkvæmt ákærunni var önnur stungan 6 sm löng og töluvert djúp framan á brjóstkassa. Hin stungan var 8 sm löng og töluvert djúp aftan á brjóstkassa.

Auk þess sem saksóknari fer fram á að maðurinn verði dæmdur til refsingar fer sá sem fyrir árásinni arð fram á 3 milljónir í miskabætur.

mbl.is