„Stemningin er afskaplega súr“

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að fólk í fyrirtækjum landsins sé reitt eftir að samráð skipafélaganna komst upp á yfirborðið. Traustið til þeirra sé farið og að ekki sé lengur hægt að tala um viðskiptavini, heldur viðskiptamenn. 

„Stemningin er afskaplega súr. Ég leyfi mér að fullyrða að það séu fá fyrirtæki í viðskiptum við þessi stóru fyrirtæki af því þau vilja vera það. Það er frekar að þau séu tilneydd til að vera í þessum viðskiptum. Hvert á það að fara. Til hins stóra skipafélagsins? Nei!“ segir Ólafur. 

Hann telur það vera hag stóru skipafélaganna að vinna með stjórnvöldum við að koma fleirum að þegar kemur að innflutningi til landsins. 

Ólafur Stephensen segir Fá skipafélög vilja vera í viðskiptum við …
Ólafur Stephensen segir Fá skipafélög vilja vera í viðskiptum við stóru skipafélögin. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is