Tvær aurskriður féllu á veg

Skriðan á veginum um Dalsmynni.
Skriðan á veginum um Dalsmynni. Ljósmynd/Lögreglan

Tvær aurskriður féllu á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835) í morgun. Dalsmynni tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal.

Hefur honum verið lokað frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri.

Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eystra og segir að staðan verði endurmetin í fyrramálið.

Lögreglan hvetur sömuleiðis íbúa á Siglufirði til að vera ekki að óþörfu í nálægð við húsið sem missti þak sitt í roki í gærkvöldi. Enn fjúki þar lausamunir til og frá.

mbl.is