Úr sprænu í hrikalegan foss á tveimur dögum

Bleikárfoss er hrikalegur að sjá eins og sakir standa. Hann …
Bleikárfoss er hrikalegur að sjá eins og sakir standa. Hann var eilítið risminni þann 7. september síðastliðinn. ljósmynd/Guðný Margrét Bjarnadóttir.

Þeir miklu vatnavextir sem hafa verið á Austurlandi undanfarna daga sjást óvíða eins bersýnilega og á vatnsmagni í Bleiksárfossi við Eskifjörð. Íbúi í bænum segir að vatnsmagnið hafi aukist í fossinum eins og hendi væri veifað. 

Guðný Margrét Bjarnadóttir tók tvær myndir af fossinum. Aðra 7. september eftir nokkra þurrkatíð en hin síðari var tekin í dag eftir að rignt hafði linnulaust í tvo daga. 

 „Hann er yfirleitt aldrei eins lítill og hann var á fyrri myndinni. En það er búið að rigna svo svakalega mikið undanfarna daga og hann var rosalega stór í morgun,“ segir Guðný. 

Guðný er grunnskólakennari og kennir átta ára börnum. „Við höfum leyft krökkunum að vera innandyra síðustu tvo daga því þú rennblotnar eftir smástund. Þetta er algjört úrhelli,“ segir Guðný. 

mbl.is