Stefnubreyting hjá Sorpu ekki tilkynnt

Nýju umbúðirnar eru umhverfisvænar og brotna niður við urðun.
Nýju umbúðirnar eru umhverfisvænar og brotna niður við urðun.

„Það eru nokkur ár síðan við fórum að skoða möguleika á því að breyta umbúðunum hjá okkur með það að leiðarljósi að hafa þær umhverfisvænni og við höfðum þá samband við Sorpu og vorum með þá í ráðum um hvaða möguleika við hefðum,“ segir Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri hjá Te & kaffi.

Það kom þó í ljós fyrir stuttu að þær upplýsingar sem fyrirtækið fékk í breytingaferlinu áttu ekki við lengur en ekkert hafði verið haft samband við fyrirtækið um breytingarnar. Þá var Te & kaffi búið að skipta um umbúðir og kosta miklu til, því nýju umbúðirnar kosta þrefalt á við þær gömlu.

Guðmundur segir að þótt umbúðaskiptin hafi verið stór biti fyrir fyrirtækið hafi samt verið ákveðið að sem hluti af bættri umhverfisstefnu fyrirtækisins væri sá kostnaðarauki réttlætanlegur, ekki síst vegna þess að nýju umbúðirnar væru endurvinnanlegar með lífrænum úrgangi.

Ákvörðun tekin í samráði

Guðmundur segir þessar fréttir hafa verið áfall og að haft hafi verið samband við Sorpu til að spyrja hvað sé í gangi, bæði varðandi þessa stefnubreytingu og einnig af hverju enginn hafi haft samband við fyrirtækið til þess að greina frá þessari stefnubreytingu. Svarið sem fékkst var á þá leið að ákveðið hefði verið að hafa eingöngu matarleifar til að moltan sem yrði unnin væri ennþá hreinni en svokölluð iðnaðarmolta, sem rætt var um í upphafi.

„Það voru gerðar tilraunir í upphafi hjá Sorpu sem sýndu fram á niðurbrot umbúðanna í iðnaðarmoltu, en þeir hafi ekki tíma til þess að vinna úr þeim og þurfi því að taka út ýmislegt sem áður var leyft,“ segir Guðmundur og ítrekar að nýju umbúðirnar séu eftir sem áður umhverfisvænar og brotni niður við urðun.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: