Til stendur að úthluta styrkjum sem nema allt að 15 milljónum króna til verkefna sem ætlað er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðarkjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu.
Fram kemur á vef stjórnarráðsins að annars vegar sé hægt að sækja um styrk og hins vegar til búnaðarkaupa, en framlögin eru veitt á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036 vegna verkefna sem tengjast aðgerð A.9 - Verslun í dreifbýli.
Opnað hefur verið umsóknir um styrki og rennur umsóknarfresturinn út á miðnætti sunnudaginn 5. nóvember.