Beint: „Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku?“

Ráðstefna Alzheimersamtakanna fer fram í Hofi í dag í tilefni …
Ráðstefna Alzheimersamtakanna fer fram í Hofi í dag í tilefni af alþjóðlegum degi heilabilunar. Ljósmynd/Colourbox

Í dag er alþjóðleg­ur dag­ur Alzheimer og í til­efni af hon­um halda Alzheimer­sam­tök­in ráðstefnu sem hefst í Hofi á Ak­ur­eyri klukk­an 13:00.

Á ráðstefnunni verður farið yfir úrræði og þjónustu við fólk með heilabilun á landsvísu og er yfirskrift hennar: „Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku?

Fundarstjóri er Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður Alzheimersamtakanna, en sýnt verður beint frá streyminu hér fyrir neðan.

Meðal fyrirlesara eru Guðlaugur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, en hann mun fjalla um Seigluna og þá þjónustu sem þar er að fá fyrir einstaklinga með heilabilun. Einnig munu aðstandendur segja frá reynslu sinni og upplifun á kerfinu og þá segir Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir frá starfsemi minnismóttökunnar. Að lokum mun Sigrún Waage, leikkona og sviðslistakennari, bjóða upp á einþáttung sem ber yfirskriftina „Ef ég gleymi“ en hann var hluti af lokaverkefni Sigrúnar í M.Art.Ed. við Listaháskóla Íslands vorið 2022.

Dagskrána í heild sinni má nálgast á síðu viðburðarins á Facebook.

mbl.is