Eldur í rafmagnsgámi á Álftanesi

Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir um hálftíma til þess að slökkva eld í rafmagnsgámi sem nýttur var á vinnusvæði á Álftanesi. 

Um tíu mínútur tók að slökkva eldinn samkvæmt upplýsingum vaktmanns slökkviliðsins. Um er að ræða inntaksgám sem inniheldur rafmagnstöflu. 

mbl.is