Lyfjabúð í stað hamborgarastaðar

Lyfjabúð verður innréttuð þar sem áður var Orkan við Miklubraut.
Lyfjabúð verður innréttuð þar sem áður var Orkan við Miklubraut. mbl.is/sisi

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur heimilað starfsemi lyfjabúðar í gömlu bensínstöðinni á Miklubraut 101. Síðast var rekinn í húsinu veitingastaðurinn Dirty Burgers & Ribs, sem sérhæfði sig í hamborgurum og BBQ-grísarifjum, eins og nafnið gefur til kynna.

Á fundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst var lögð fram umsagnarbeiðni Lyfjastofnunar vegna umsóknar um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Miklubraut 101, gegnt Kringlunni. Fyrirspurnin var send verkefnastjóra. Í umsögn hans kemur fram að í gildi er Aðalskipulag Reykjavíkur 2040, samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 19. október 2021. 

Styrkir borgarhlutann

Fram kemur í umsögn verkefnastjórans að í borgarhluta 5, Háaleiti – Bústöðum, búi 16.345 manns og nær borgarhlutinn yfir nokkuð stórt svæði. Fimm lyfjabúðir eru í borgarhlutanum. Þær eru við Sogaveg 108, Háaleitisbraut 68, Efstaleiti 27b, Kringluna 4-12 og Lágmúla 5.

„Ljóst er því að starfsemi lyfjabúðar á þessum stað myndi styrkja stöðu norðurhluta borgarhlutans en þar að auki er mikil umferð um Miklubraut og því má telja að allir sem eiga leið hjá geti notið góðs af starfseminni. Samkvæmt skipulagi svæðisins er heimiluð starfsemi lyfjabúðar,“ segir í umsögn verkefnastjórans, sem samþykkt var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúans 14. september.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: