Málflutningur Bjarna valdi skaða

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði málflutning fjármálaráðherra …
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði málflutning fjármálaráðherra um samgöngusáttmálann skaða hann. mbl.is/Arnþór

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa sett samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í uppnám með málflutningi sínum undanfarnar vikur.

Heiða Björg setti fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í morgun.

Bjarni sagði síðast í gær, á fundi um samgöngusáttmálann í Valhöll, að hann teldi að skynsamlegast væri að bíða með framkvæmdir að andvirði 100 milljarða króna á höfuðborgarsvæðinu. 

Fjármálaráðherra var næstur í pontu á eftir Heiðu á ráðstefnunni og ítrekaði það að hann teldi að forsendur samgöngusáttmálans væru brostnar. 

mbl.is
Loka