Franska kvikmyndin Soudain, seuls hefur fengið hæstu endurgreiðslu vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hér á landi í ár, tæpar 196 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýju yfirliti á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Tökur á myndinni, sem Thomas Bidegain leikstýrir og gerð er eftir þekktri bók Autissier, fóru fram hér á landi síðla árs í fyrra, meðal annars við Jökulsárlón.
Næsthæsta endurgreiðslan er vegna Napóleonsskjalanna sem gerð er eftir bók Arnaldar Indriðasonar, 189 milljónir króna. Kvikmyndin The Damned fékk 166 milljónir króna og sjónvarpsþættirnir Heima er best í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur fengu 172 milljónir króna.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, föstudag.