Aukin hætta á byltum í nýju umhverfi

Dagur byltuvarna er í dag og ráðstefna á Hótel Hilton …
Dagur byltuvarna er í dag og ráðstefna á Hótel Hilton með fjölda erinda sem tengjast byltum hjá eldri borgurum, heima og á sjúkrahúsum. Ljósmynd/Colourbox

Það er ekki aftur tekið þegar eldra fólk dettur og það getur haft mikil áhrif á lífsgæði og færni, jafnvel orðið til þess að fólk geti ekki lengur búið heima. Þá getur óttinn við að detta valdið því að fólk hættir að treysta sér í almenna hreyfingu, einangrast jafnvel og í kjölfarið minnkar hreyfigetan.

Í dag frá 9-16 er haldin ráðstefnan Dagur byltuvarna á Hótel Hilton þar sem sérfræðingar halda erindi um ýmis mál tengd byltum hjá eldra fólki.

Hætta á sjúkrahúsum

„Það læðast að okkur öllum aldurstengdar hrörnunarbreytingar í kerfum sem lúta að stjórnun jafnvægis. Þær byrja hægt og bítandi að þróast upp úr fimmtugu. Eftir því sem þær ágerast verðum við óstöðugri og meiri líkur á að við dettum,“ segir Bergþóra Baldursdóttir verkefnastjóri og sjúkraþjálfari, en hún heldur erindi um innleiðingu verklags byltuvarna á Landspítala á ráðstefnunni. Þriðji hver einstaklingur 65 ára dettur einu sinni á ári og tíðni byltna tvöfaldast á fimm ára fresti eftir það.

Þegar litið er til þess að mest áberandi hópur sjúklinga á Landspítalanum er 70 ára og eldri, þá eru þetta einstaklingar sem komnir eru í byltuhættu vegna aldurstengdra hrörnunarbreytinga sem skerða getu þeirra til jafnvægisstjórnunar.

„Bráð veikindi skerða síðan enn frekar hæfni þeirra til að stjórna eigin stöðugleika. Ókunnugt spítalaumhverfið eykur síðan enn frekar byltuhættuna en byltur eru algengustu óvæntu atvikin á heilbrigðisstofnunum,“ segir Bergþóra.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: