Háhyrningur strandaði við Gilsfjarðarbrú

Háhyrningur strandaði við Gilsfjörð. Björgunarsveitir eru á leiðinni að bjarga …
Háhyrningur strandaði við Gilsfjörð. Björgunarsveitir eru á leiðinni að bjarga honum. Ljósmynd/Aðsend

Háhyrningur strandaði við Gilsfjarðarbrú, sunnan við Vestfirði, í gær. Björgunaraðilar vinna nú að því að koma honum aftur á flot.

„Það sást til hans í gær og þá var talið að hann væri dauður,“ segir Kristján Ingi Arnarsson hjá björgunarsveitinni Ósk í Búðardal. „Það kom svo í ljós í morgun að hann væri á lífi. Þannig við erum á leiðinni að athuga hvort hægt sé að reka hann út.“

Sennilega kálfur

Hvalurinn er strand norðan við Gilsfjarðarbrú. Kristján segir að hvalurinn sé í minni kantinum, sennilega kálfur. Kristján segir að enn eigi eftir að ákveða hvernig farið verður að því að koma háhyrningnum aftur í djúpan sjó. 

Í tilfellum þar sem lifandi dýr rekur á land ráðleggur Matvælastofnun gjarnan björgunaraðilum á svæðinu. 

Uppfært 14.38: 

Matvælastofnun barst tilkynning um dýrið í gær. Í Kjölfarið tóku héraðsdýralæknir norðvesturumdæmis og sérgreinadýralæknir villtra dýra fund um stöðuna og ráðlögðu lögreglu. Í upphaflegu fréttinni kom fram að MAST kannaðist ekki við málið.

Rétt svo sést í háhyrninginn.
Rétt svo sést í háhyrninginn. Ljósmynd/Aðsend
Þarna er hann.
Þarna er hann. Kort/Google
mbl.is