Hamingjan verður allsráðandi í Hafnarfirði næstu daga en í tilefni af íþróttaviku Evrópu, sem haldin er dagana 23.-30. september, verða svokallaðir hamingjudagar í bænum samhliða íþróttavikunni.
Þetta er í fyrsta skipti sem hamingjudagar eru haldnir í Hafnarfirði en hugmyndin kviknaði meðal annars út frá ákveðnum vísbendingum um að hamingjustuðull landsmanna fari dvínandi.
Fram kemur á vef Hafnarfjarðarbæjar að hamingjudagarnir séu framlag heilsubæjarins í ár til íþróttaviku Evrópu.
Viðburðirnir á Hamingjudögum eru:
Mánudaginn 25. september 17.30-18.30 - Hamingjuganga við Hvaleyrarvatn
Þriðjudaginn 26. september 17.00-18.30 - Hamingjustund í Hafnarborg
Miðvikudagur 27. september 17.30-18.30 - Hamingjusjóbað við Herjólfsgötu
Fimmtudagur 28. september 17.30-18.30 Hamingjugong í Hellisgerði