Kannast við málið en ekki við kæruna

Ingólfur Bjarni Sigfússon er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu.
Ingólfur Bjarni Sigfússon er fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Samsett mynd/RÚV/mbl.is/Árni Sæberg

„Ég hef ekki heyrt af þessu kærumáli,“ segir Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks, í samtali við Morgunblaðið, spurður um viðbrögð við kæru Orra Guðmundssonar, bónda í Holti undir Eyjaflöllum sem frá var greint í blaðinu í gær.

Ingólfur Bjarni segist fyrst hafa frétt af þessu máli í Morgunblaðinu. Hann segist að öðru leyti ekki vilja ræða mál sem kunna að vera til skoðunar hjá Kveik í fjölmiðlum.

„Við áttum fund með Samgöngustofu um drónamál þar sem ekki síst var farið yfir regluverkið og það kynnt og þeir töluðu um það að þeim hefði borist kvörtun, en um annað er mér ekki kunnugt,“ segir Ingólfur Bjarni.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: