Sérsveitaraðgerð í Breiðholti

Þetta er annað skiptið í mánuðinum sem einstaklingar eru handteknir …
Þetta er annað skiptið í mánuðinum sem einstaklingar eru handteknir í íbúðinni. Lögregla mat það svo að hjálp sérsveitarinnar væri nauðsynleg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Minnst þrír voru handteknir í lögregluaðgerð í Flúðaseli í Breiðholti skömmu eftir hádegi í dag. Sérsveit ríkislögreglustjóra var send á vettvang en þetta er annað skiptið í mánuðinum sem menn eru handteknir í íbúðinni.

Rúv greinir frá og hefur það eftir Ævari Pálma Pálmasyni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lögregla hafi verið að fylgja eftir máli sem hún hefur til rannsóknar.

Þá hafi lögregla metið það svo að aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra væri nauðsynleg.

Annað skipti í mánuðinum

Aðrir þrír voru handteknir þar fyrr í mánuðinum og vakti það athygli að maður hafi þar verið handtekinn og fluttur út úr húsi á nærfötunum.

Hand­tök­urn­ar tengdust rann­sókn á ráni sem átti sér stað snemma á höfuðborg­ar­svæðinu þann morgun. Þeir þrír höfðu allir komið við sögu lög­reglu áður. 

mbl.is