Sveitarfélögin í rekstrarvanda

Fjármálaráðstefna Sveitafélagana fór fram á Nordica í gær.
Fjármálaráðstefna Sveitafélagana fór fram á Nordica í gær. mbl.is/Arnþór

Meiri halli er á rekstri stærri sveitarfélaga en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær.

Þá kom í ljós að taprekstur er í fjórum af fimm stærstu sveitarfélögunum ef miðað er við hálfsársuppgjör. Taprekstur er hjá Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Garðabæ en Reykjanesbær skilaði afgangi. Almennt er afkoman þó betri en á síðasta ári. Nam tap þeirra á fyrri hluta árs 3% samanborið við 8% á sama tíma í fyrra.

20 milljarðar á 7-8 árum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpaði fundinn. Ítrekaði hann orð sín um að raunsæi yrði að ráða för við samgönguáætlanir næstu ára. Útilokað væri að láta 30 milljarða á ári í framkvæmdir. „Gangi ykkur vel,“ sagði Bjarni og bætti því við að hvorki væru til peningar né hægt að framkvæma eins mikið og talað hefur verið um. „Við erum búin að vera sjö til átta ár að koma framkvæmdum við Landspítalann yfir 20 milljarða,“ sagði Bjarni.

Kostar mikið að loka augunum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fjallaði í ávarpi sínu m.a. um samgöngusáttmálann og benti á að vandinn blasi við íbúum höfuðborgarsvæðisins á hverjum degi. „Við getum ekki frestað vandanum heldur verðum við að horfast í augu við hann. Það kostar líka mikið að loka augunum,“ sagði Sigurður Ingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: