Þykknar upp síðdegis

Víða verður rigning á morgun.
Víða verður rigning á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Í dag má búast við austlægri eða breytilegri átt 3 til 10 metrum á sekúndu en norðaustan 8 til 13 metrum norðvestan til.

Búast má við skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að síðdegis muni stytta upp.

Þá þykkni upp sunnanlands, sums staðar verði rigning en þurrt að kalla suðaustan til.

Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig, mildast syðst.

Á morgun má búast við vaxandi suðaustanátt, 5 til 13 metrum á sekúndu annað kvöld en 13 til 18 metrum við suðurströndina.

Víða verður rigning en þurrt að kalla norðaustan til. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is