Handtekinn eftir tilkynningu um fíkniefnasölu

Viðkomandi var tekinn höndum í Vesturbænum.
Viðkomandi var tekinn höndum í Vesturbænum. mbl.is/Sigurður Bogi

Einn var handtekinn í Vesturbænum í dag, eftir að lögreglu var tilkynnt um sölu fíkniefna í hverfinu.

Tilkynnt var einnig um að brotist hefði verið inn í bílageymslu í Vesturbænum, og þjófnað í verslun í miðborginni.

Þá barst lögreglu tilkynning um að einhver væri að hlaupa fyrir bifreiðar í Hlíðunum.

mbl.is