Varðskipið Þór togar franskt farþegaskip

Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi …
Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór er nú með franska farþegaskipið Polarfront í togi frá Grænlandi til Reykjavíkur.

Vélarbilun varð í vikunni á Polarfront meðan það var innst inni í Fönfirði, sem er inn af Scorespysundi á Grænlandi, og því var leitað til Landhelgisgæslunnar, að því er kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni.

Taug skotið á milli skipanna.
Taug skotið á milli skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

„Veður á svæðinu var með besta móti og skipið var við akkeri suður af eyjunni Röd. Vel gekk að koma taug á milli skipanna,“ segir í tilkynningunni.

Á miðvikudag hélt Þór til Grænlands en siglingin inn í Fönfjörð tók um tvo sólarhringa. Gert er ráð fyrir að Þór komi með Polarfront til Reykjavíkur á mánudag.

Hér má sjá loftmynd af því þegar taugin var komin …
Hér má sjá loftmynd af því þegar taugin var komin á milli skipanna. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is