Keyrði yfir á rauðu og í veg fyrir fólksbíl

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðast ekki hafa orðið slys á …
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðast ekki hafa orðið slys á fólki. mbl.is/Þorgeir

Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Glerárgötu og Tryggvabrautar á Akureyri um klukkan 21 í kvöld.

Jeppa virðist hafa verið ekið yfir á rauðu ljósi á ljósastýrðum gatnamótum og í veg fyrir fólksbíl. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti var tvennt í fólksbílnum, ökumaður og ungabarn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu virðast ekki hafa orðið slys á fólki en annar bíllinn er óökufær.

Annar bíllinn er óökufær.
Annar bíllinn er óökufær. mbl.is/Þorgeir
Jeppanum virðist hafa verið ekið yfir á rauðu ljósi og …
Jeppanum virðist hafa verið ekið yfir á rauðu ljósi og í veg fyrir fólksbíl. mbl.is/Þorgeir
mbl.is
Loka