Víðáttumikil lægð suður af landinu

Er líður á daginn bætir í vind og seinni partinn …
Er líður á daginn bætir í vind og seinni partinn verða norðaustan 10-18 m/s á landinu. Rigning með köflum, en lengst af þurrt á Vesturlandi. mbl.is/Hákon

Suður af landinu er víðáttumikil lægð sem stjórnar veðrinu næstu daga. Í dag heldur hún að okkur norðaustlægri átt, yfirleitt á bilinu 8-13 m/s en 13-18 með suðurströndinni.

Líkur eru á hvössum vindstrengjum í kringum Öræfa- og Mýrdalsjökul og vegfarendur á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind ættu að hafa varan á á þeim slóðum, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings.

Er líður á daginn bætir í vind og seinni partinn verða norðaustan 10-18 m/s á landinu. Rigning með köflum, en lengst af þurrt á Vesturlandi.

Hiti er svipaður og verið hefur, yfirleitt á bilinu 3 til 11 stig, hlýjast suðvestanlands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Loka