Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða laus til umsóknar.
Þetta kemur fram í tilkynningum frá heilbrigðisráðuneytinu.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja sem nær yfir Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sveitarfélagið Voga. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða sem nær yfir sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhrepp, Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.
Nýlega var greint frá því að Gylfi Ólafsson, sem hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafi lokið fimm ára skipunartíma sínum og að hann hafi óskað eftir lausn frá störfum.
Hæfniskröfur fyrir bæði störfin eru eftirfarandi:
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðurnar til fimm ára.