Auglýst eftir tveimur nýjum forstjórum

Auglýst hefur verið eftir nýjum forstjórum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og …
Auglýst hefur verið eftir nýjum forstjórum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samsett mynd

Heil­brigðisráðuneytið hef­ur aug­lýst embætti for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja og embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða laus til um­sókn­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingum frá heil­brigðisráðuneyt­inu.

Heil­brigðis­stofn­un­ Suðurnesja veit­ir al­menna heil­brigðisþjón­ustu í heil­brigðisum­dæmi Suður­nesja sem nær yfir Suður­nesja­bæ, Reykja­nes­bæ, Grinda­vík­ur­bæ og Sveit­ar­fé­lagið Voga. Þá ann­ast stofn­un­in starfs­nám í heil­brigðis­grein­um og starfar í tengsl­um við há­skóla á sviði fræðslu­mála heil­brigðis­stétta og rann­sókna í heil­brigðis­vís­ind­um.

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða sem nær yfir sveitarfélögin Bolungarvíkurkaupstað, Ísafjarðarbæ, Súðavíkurhrepp, Tálknafjarðarhrepp og Vesturbyggð. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Nýlega var greint frá því að Gylfi Ólafsson, sem hefur verið forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafi lokið fimm ára skipunartíma sínum og að hann hafi óskað eftir lausn frá störfum.

Hæfniskröfur fyrir bæði störfin eru eftirfarandi:

  • Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Reynsla af rekstri og stjórnun, þ.m.t. mannauðsmál, sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
  • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum með áherslu á árangursmiðað samstarf og upplýsingamiðlun er skilyrði.
  • Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
  • Reynsla af áætlunargerð og innleiðingu nýjunga er skilyrði.
  • Reynsla af stefnumótun og skýr framtíðarsýn er skilyrði.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra mun skipa í stöðurnar til fimm ára.

mbl.is