Íslenskur karlmaður handtekinn í Brasilíu

Maðurinn var handtekinn á Guarulhos-flugvelli í Brasilíu.
Maðurinn var handtekinn á Guarulhos-flugvelli í Brasilíu. AFP/Nacho Doce

Íslenskur karlmaður var handtekinn á flugvelli í Brasilíu snemma á föstudag. Sagði flugfreyja um borð að hann hefði káfað á stúlku undir lögaldri í fluginu. 

Karlmaðurinn var handtekinn á Guarulhos-flugvelli í São Paulo en hann var farþegi um borð í vél sem kom frá Bretlandi.

Sagði flugfreyja að farþegi, ung stúlka undir 18 ára aldri, hefði vaknað við að karlmaðurinn var að káfa á fótleggjum hennar. 

Hinn grunaði var fluttur á lögreglustöð og yfirheyrður þar. Svo var hann handtekinn fyrir kynferðislega áreitni gegn ungmenni.

Brasilíski miðillinn Metrópoles greinir frá en Vísir greindi fyrst frá íslenskra miðla.

mbl.is